16092021 Flakk um Laugaveg göngugötu
Manage episode 398101932 series 1312385
Contenido proporcionado por RÚV. Todo el contenido del podcast, incluidos episodios, gráficos y descripciones de podcast, lo carga y proporciona directamente RÚV o su socio de plataforma de podcast. Si cree que alguien está utilizando su trabajo protegido por derechos de autor sin su permiso, puede seguir el proceso descrito aquí https://es.player.fm/legal.
Umhverfinu er gjarnan líkt við leiksvið þar sem lífið fer fram. Gæði umhverfis skiptir höfuðmáli fyrir andlega, félagslega og líkamlega vellíðan mannsins. Fjölbreytt opin svæði stór og smá, manngerð eða náttúruleg, líma saman byggð og ból. Þau eru lungu lifandi samfélagsins. Í dag ætlum við í bæinn, við ætlum að skoða nýjar tillögur um göngugöturnar í miðbænum, þ.e. Laugaveg, Vegamótastíg, Skólavörðustíg og Bankastræti. Þrír hópar hafa verið valdir til leiks, og ólíkar hugmyndir hafa litið dagsins ljós. Laugavegur var lengi vel aðal verslunargatan í Reykjavík ásamt Austurstræti, þróunin hefur hins vegar orðið sú að verslun hefur fluttst í Kringlur og Smáralindir, en enn eru margar fínar og spennandi búðir auk veitingastaða á Laugavegi og í umræddum götum. Við skoðum tillögur tveggja hópa í dag. Í þessum fyrri þætti af tveimur er rætt við Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt hjá Hornsteinum og Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuð og síðan Jóhann Sindra Pétursson landslagsarkitekt hjá Landmótun og Nils Wiberg hjá Gagarín. Umsjón: Lísa Pálsdóttir.
…
continue reading
197 episodios