Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Manage episode 462323802 series 2383300
Contenido proporcionado por Hafliði Breiðfjörð. Todo el contenido del podcast, incluidos episodios, gráficos y descripciones de podcast, lo carga y proporciona directamente Hafliði Breiðfjörð o su socio de plataforma de podcast. Si cree que alguien está utilizando su trabajo protegido por derechos de autor sin su permiso, puede seguir el proceso descrito aquí https://es.player.fm/legal.
Elísabet Gunnarsdóttir var í gær ráðin landsliðsþjálfari Belgíu eftir að hafa verið í smá fríi frá fótbolta. Hún skrifaði undir samning til sumarsins 2027. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli. Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið. Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið. Í dag ræddi Beta við Fótbolta.net um nýja starfið og tímann eftir Kristianstad.
…
continue reading
2343 episodios