Lísbet Dögg - "Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta"
Manage episode 342030641 series 2922762
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Lísbet varð ólétt 19 ára og eignaðist barnið fjórum dögum fyrir útskrift en hún útskrifaðist úr FSu. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi sumarið fyrir framahaldsskóla og var með gerandanum í skóla hálfa skólagönguna “Ég þurfti að setja félagslífið mitt á pásu af því að hann var þarna” segir Lísbet í þættinum og segir FSu ekki hafa tekið á málinu og hún hafi þurft að mæta geranda sínum á göngunum. Lísbet var greind með þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun og í kjölfarið varð hún ólétt 19 ára. “Ég grét alla daga útaf vanlíðan og ég náði ekki að tengjast stelpunni minn […] Mér fannst hún eiginlega bara fyrir” Segir hún í þættinum og bætir við að henni hafi liðið eins og hún væri ömurleg móðir. “Þegar ég var búin að fæða að þá fékk ég ekki þessa tilfinningu að ég væri glöð að sjá barnið mitt, hún var lögð á bringuna á mér og ég hugsaði bara: hvað nú?”
114 episodios