Edda Pétursdóttir
MP3•Episodio en casa
Manage episode 322899941 series 2922762
Contenido proporcionado por Edda Falak. Todo el contenido del podcast, incluidos episodios, gráficos y descripciones de podcast, lo carga y proporciona directamente Edda Falak o su socio de plataforma de podcast. Si cree que alguien está utilizando su trabajo protegido por derechos de autor sin su permiso, puede seguir el proceso descrito aquí https://es.player.fm/legal.
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar, Frosti Logason, myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið. Hún segir að ofbeldið hafi í raun aukist eftir að þau hættu saman. „Þá skapaðist einhverskonar umsátursástand. Hann sendi mér tölvupóst oft í viku til að byrja með þar sem hann sakaði mig um svik og fór fram á að ég kæmi heiðarlega fram við sig. Bréfunum fækkaði eftir því sem tíminn leið frá því við hættum saman en í um tæpt ár eftir sambandsslitin sendi hann hátt í 80 tölvubréf og fjölmörg sms. Í flestum eru einhverskonar hótanir og svo segir hann ógeðslega hluti um mig,“ segir Edda. „Það þurfti heila Metoo bylgju til að ég leitaði mér aðstoðar. Hún var sparkið sem ég þurfti. Ég er ekki eins hrædd núna. Það er svo gott að finna að fólk trúir mér. Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður.
…
continue reading
114 episodios