57. Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fv. forstjóri Dominos
Manage episode 398322986 series 1744712
Viðmælandi þáttarins er Birgir Örn Birgisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Domino’s. Birgir er fæddur árið 1972 og ólst upp á Borgarnesi og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur og lauk BS í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Pompeu Fabra Barcelona. Birgir starfaði í 10 ár sem forstjóri Domino’s á Íslandi og 13 ár sem “Group Managing Director” hjá Strax en hann sat einnig í stjórn félagsins. Fyrirtækið framleiðir og dreifir aukahluti fyrir farsíma.
Birgir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Cintamani og fjárfest og setið í ýmsum stjórnum m.a. sem stjórnarformaður Billboard/Dengsa/BBI, auglýsingafyrirtækis, sem var selt til Símans núna í janúar 2024. Hann hefur einnig setið í stjórnum Domino’s í Noregi, veitingastaðarins Joe & the Juice, afþreyingarfyrirtæksins Lava Show, tæknifyrirtækjanna Andes og Prógramm og leitarsjóðsins Leitar Capital Partners. Ásamt því að taka þátt í fasteignamarkaðnum í gegnum EB Invest.
Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.
71 episodios